Leita í fréttum mbl.is

Hundar og snobbaðir eigendur

Er þetta fólk ekki að spauga , er það orðið svo snobbað að hundurinn verður að vera vel ættaður. Er fólk að upphefja sig með gæludýrinu, Hundar heita orðið einhverjum þulum sem jafnast helst á við konungborið fólk. Ekki dugar lengur að hundurin heiti Snati, Snotra eða Lappi, Stjarna. Ekki dytti mér í hug að eyða stórfé í einhvern garm sem heitir bununafni, æ nei eg held mig við gamla góða sveitahundinn sem er með óvissan uppruna enda er mér alveg sama hvort hundurinn minn er heitir Jón eða Séra Jón ég get alveg labbað með honum úti við án þess að hafa áhyggjur af ætterni eða hvort allir stara á hann, vá hvað hann er sætur.
mbl.is 570 hundar á sýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Frikkinn.

Þetta snýst ekkert endilega um snobb hjá öllum, vissulega gerir það hjá sumum.

Hinsvegar eru þetta dýrin sem viðhalda flottum stofni hundategunda svo venjulegt fólk einsog þú og Jón eða jafnvel Séra Jón getið átt flottann hund sem er ekki með skapsveifluvandamál, liðagigt, vandamál með krabbamein og svo framvegis.

Hundaræktendur eru rækta það besta í genum hundsins.

Varðandi hundanöfnin að þá heita hundarnir þetta svo að nafninu á ræktendanum sé viðhaldið, ef við tökum dæmi að ég eigi ræktunarnafn sem heitir "FHB Ræktun" og ég skýri hundinn minn "Stjörnuskin" þá heitir hundurinn samkvæmt bókum "FHB Ræktun Stjörnuskin", en svo kalla ég hundinn kannski bara Loppu.

Kveðja,

FHB

fhb (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Frikkinn

Myndi fólk kalla fiskana sína í búri svona nöfnum, nei held ekki. En hvaða máli skiftir það nema fyrir egóið. Ræktun skapar frekar vandamál tel ég , slitgigt vegna ræktunar er mun algengari skilst mér í hundum en köttur. Ég er ekki andstæðingur hundaræktunar en skil ekki þörfina á þessari taktík, vegna þess að þetta er yfirleitt ekki gert með önnur gæludýr. Svo  skilst mér að peningahliðin á málinu ansi viðkvæm og eins að það sé mikil rætni í þessum málum . kveðja.

Frikkinn, 30.6.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: CC

Ef þetta fólk væri ekki að rækta hunda þá myndi bara vera til ein týpa af hundum! Viljum við ekki hafa fjölbreytileika og geta valið okkur tegund sem hentar okkur. T.d. smáhund fyrir þá sem eru ekki með mikið pláss og stóran hund fyrir þá sem langar í stóran hund.

Með blending veistu ekkert hvernig hundurinn verður og því meiri líkur á að hann muni ekki henta þér eða þínum lífsstíl. Af hverju haldið þið að flestir hundar sem eru í óskilum eða er lógað séu blendingar? Oft vegna þess að fólkið vissi ekki hvernig hundurinn yrði og hann hentaði því einfaldlega ekki, það gafst því upp.

Sveitahundur hentar ekkert öllum.

Hættiði bara þessari vitleysu, þetta er ekkert snobb, þetta er nauðsynlegur þáttur í að viðhalda tegundunum. Hundar sem eru veikir eða líkamlega gallaðir á einhvern hátt, eða eru grimmir, þeim gengur ekki vel á sýningum og það er því síður ræktað undan þeim.

Heilbrigðu hundar á sál og líkama gengur betur. Og ef hundurinn lítur út eins og sín tegund þá fær hann góða einkunn og er þar með notaður í ræktun.

Ef amma þín átti góðan Poodle eða labrador hund þá langar þig kannski til að eiga eins/svipaðan hund síðar. Það verða engir Poodle eða Labrador hundar til ef allir hætta að rækta og láta allar tegundirnar blandast! Þá getur enginn lengur fengið sína draumategund sem viðkomandi hefur kynnst og er hrifinn af, hann þarf að fá sér sveitahund (blending) því allt annað er snobb??

Að kalla hundasýningar og hundaræktun snobb sýnir bara ykkar eigin fáfræði. Kynnið ykkur málið áður en þið farið að koma með svona vitleysu og komið um leið upp um fáfræði ykkar.

og bara svo þið vitið það að þá eru fuglasýningar, fiskasýningar, kanínusýningar, músasýningar, hamstrasýningar og meira til úti í heimi. Ísland er bara of lítið til að halda ræktunarsýningar fyrir önnur dýr en hunda og ketti.  Þetta mynduð þið vita ef þið mynduð aðeins kynna ykkur málin.

CC, 30.6.2008 kl. 16:51

4 identicon

hvernig getur fólk verið að pirrast yfir svona hlutum? nöfnum á hundum? hvernig getur hundarækt verið snobb? það er bara verið að viðhalda tegundunum og halda þeim hreinum. nöfnin eru bara eitthvað sem ræktandinn ákveður en eigandinn getur kallað hundinn hvað sem er. það eru fiskasýningar út í heimi þar sem ræktendur koma saman og sýna fiskana sína, þetta eru ekkert ólíkar sýningar. í fiskaheiminum er enn meiri áhersla lögð á hreinleika og viðhald á tegundum en þú getur ímyndað þér. og eins og CC sagði þá eru líka haldnar hamstrasýningar, kattasýningar, fuglasýningar,hestasýningar, blómasýningar og svo framvegis. þetta er ekkert snobb fólk sem er að halda þetta. hef farið á kattarsýningu og þar var bara mjög venjulegt fólk, þar voru líka blendings kettir og húskettir sem fengu meira að segja verðlaun. þetta er bara áhugamál hvers og eins. mér finnst bara gott að fólk vill viðhalda tegundunum hreinum og lausum frá sjúkdómum.

linda (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:02

5 identicon

Sumir nöldra yfir öllu

Petur Hall (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 201379

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband