Leita í fréttum mbl.is

H.M.S Hood (in memorian)

Sagan er skrýtið fyrirbæri, þegar svona frétt er lesin verður sagan svo ljóslifandi og löngu liðnir atburðir rifjast upp. Merkilegt hvernig menn upplifa atburðina Briggs fannst hann einungis hafa lifað af á meðan aðrir töldu hann hetju. Hood hét eftir frægum flotaforingja á átjándu öld og var stolt brezka flotans og sigldi umhverfis heiminn í heimsóknir hingað og þangað. Þegar seinna stríð skall á var brezku flotastjórninni vel ljóst að skipið var orðið úrelt og myndi ekki standast þýsku orrustuskipum snúning, en samt var það sent í veg fyrir Bismarck og því fór sem fór. Skipið tók þátt í árás á franska flotann í N-Afríku 1940 í kjölfar hrun Frakklands og var það að ég held eina aðgerðin sem það tók þátt í fyrir utan slaginn við Bismarck.


mbl.is Síðasti sjóliðinn af HMS Hood látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Þorfinnsson

H.M.S HOOD.

25 oktober næstkomandi verð ég í Englandi til að vera viðstaddur afhjúpun minnismerkis um Hood og þá sem fórust með því. Því miður barst mér skeyti í gærmorgunn frá stjórn HMS Hood Association að vinur minn Ted Briggs hefði látist á laugardaginn eftir skamma sjúkrahúsvist. Því miður verða verða Englandsferðir mínar því tvær því  ég mun fylgja honum til grafar.

Ted var hæglátur maður og mjög viðkunnalegur og það var ekki annað hægt en að láta sér þykja vænt um hann.  Hann hafði sig lítið í frammi hin síðustu ár og vildi frið fyrir fjölmiðlum.  Alllt frá árinu 1975 höfum við í samtökunum komið saman á þeim laugardegi sem næstur er 24 maí, þeim degi sem Hood var sökkt, haldið aðalfund og snætt kvöldverð.  Morguninn eftir höfum við gengið til kirkju þar sem minningaratöfn fer fram um þá sem fórust með Hood.  Undirritaður var þess heiður aðnjótandi að fylgja Ted til kirkju í maí síðastliðinn. Við ætluðum að hittast næst nú í oktober við afhjúpun minnismerkisins. Margs misskilning hefur gætt varðandi Hood og baráttuna við Bismarck. Ég ætla nú ekki að fara út í smáatriði hér, en Hood stóðst Bismarck fyllilega snúning þó gamall væri orðin.  Vissulega var brynvörn Hood ekki mikil á þilfari en það var gert til að skipið yrði léttara og hraðskreiðara.  Að öllu öðru leiti var brynvörn skipanna sambærileg.  Auk þess var Hood hraðskreiðari og búinn aflmeiri vélum en Bismarck.

Vilji menn fræðast frekar um Hood þá bendi ég þeim á að lesa grein mína um skipið sem birtist í Morgunblaðinu 25 maí síðastliðinn. Eftir að flakið af Hood fannst 2001 hefur ýmislegt komið í ljós sem sannar að Holland stjórnanda Hood urðu ekki á mistök og hans áætlun var hárrétt.  Hefði Holland gefist 2-3 mínútur í viðbót áður en að skipið fékk feigðarskotið, þá hefðu áform hans kannski heppnast og Bismarck lægi hér á Grænlandssundi en ekki Hood.

Egill Þorfinnsson, 6.10.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Frikkinn

Þakka kærlega fyrir greinargóðar upplýsingar .. Kveðja

Frikkinn, 6.10.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 32
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 201067

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband