Leita í fréttum mbl.is

Píkusjampooo

Allt er til....... er þá væntanlega til sjampoo fyrir okkur hina sem EKKI erum með ....????
mbl.is Pabbi Völu Grand í vandræðalegri uppákomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sko frétt ársins.. ef ekki aldarinnar

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 22:24

2 Smámynd: Vendetta

"....... er þá væntanlega til sjampoo fyrir okkur hina sem EKKI erum með ....????" 
 

Notaðu þetta:

Pung-shampoo

Vendetta, 9.9.2010 kl. 22:54

3 Smámynd: Laxinn

það er ekki í lagi með þetta freak að setja svona á mbl.is ?

Laxinn, 9.9.2010 kl. 23:07

4 identicon

Í langan tíma hefur verið framleitt smjörlíki, þ.e. það á að líkjast smjöri en er samt ekki smjör...

Sveinn (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 23:18

5 Smámynd: Vendetta

"Það er ekki í lagi með þetta freak að setja svona á mbl.is"

Það er rétt hjá þér. Þetta er athyglissýki á geigvænlega háu stigi. Hann fór í kynskiptiaðgerð, so what? Ef mamma mín notaði pungshampóið mitt í misgripum, þá myndi ég ekki hlaupa með það í blöðin. Ekki það að hún komi neitt heim til mín til að þvo á sér hárið.

Hvernig flæktist ég annars inn í þessa umræðu?

Vendetta, 10.9.2010 kl. 00:05

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gvöð hvað það hlýtur að vera skrítið að vera stelpa eftir að hafa verið strákur.  Ég meina, það hlýtur að vera ofsalega erfitt að læra að vera líffræðilega stelpa eftir að hafa verið líffræðilega strákur svona lengi.

Það er svo margt nýtt sem hún þarf að læra og gamalt sem hún þarf að gleyma. - Svo er örugglega mjög erfitt að venjast nýju kynfærunum, nýjum aðferðum við að pissa...og... og... vá...þetta er alveg endalaust.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.9.2010 kl. 00:26

7 identicon

" Ég meina, það hlýtur að vera ofsalega erfitt að læra að vera líffræðilega stelpa eftir að hafa verið líffræðilega strákur svona lengi."

Hann er ekki líffræðilega stelpa þar sem hann er með Y litningar í sér. Konur hafa hinsvegar aðeins X litningar.

Höskuldur (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 01:22

8 identicon

Höskuldur, ertu viss? Ertu búinn að rannsaka litninga Völu?

(spyr ég eins og fávís kona...)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 02:01

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Við rannsóknir á kynákvörðun hafa einstaklingar með afbrigðilegan fjölda kynlitninga skipt miklu máli. Meðal manna eru til dæmis þekktir einstaklingar sem hafa arfgerðirnar XO, XXX, XXY og XXXY. Tveir þeir fyrstnefndu eru konur, hinir tveir eru karlar en arfgerðirnar hafa allar í för með sér ófrjósemi eða mjög skerta frjósemi.

Ljóst er að Y-litningurinn ræður úrslitum um það hvort fram koma kyneinkenni karls eða konu. Menn hafa því spurt hvað það sé á Y-litningnum sem ræður kynferði. Fyrir nokkrum árum var staðfest að það er einungis eitt gen á Y-litningnum, svonefnt SRY-gen, sem skiptir máli og veldur því að þroskun fóstursins beinist inn á karllegar brautir. Afurð þessa gens er sennilega stjórnprótín sem virkjar eitt eða fleiri gen til starfa og setur þannig af stað keðju atburða sem móta þroskun fóstursins. Langt er þó frá því að menn skilji þessa atburðarás til fulls. En sé SRY-genið ekki til staðar, eða sé það óvirkt, þroskast einstaklingurinn sem kona. Til eru konur sem hafa arfgerðina XY en vantar SRY-genið vegna stökkbreytingar (úrfellingar). Eins eru til karlmenn sem hafa arfgerðina XX að SRY-geninu einu viðbættu. Báðar þessar arfgerðir eru mjög sjaldgæfar en þær nýttust vel í leitinni að SRY-geninu á Y-litningnum. Báðar valda þær ófrjósemi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.9.2010 kl. 02:18

10 identicon

Og hver segir að HÚN hafi einhverntíma vanið sig á að pissa standandi.

Hún hefur alltaf aktað sem stelpa og stelpur pissa ekki standandi nema þær pissi enn í buxurnar.

Ef við værum allar (þessar sem fæddust með rétt kynfæri)jafn kvenlegar í útliti og Vala, þá væri kvenþjóðin nú flott.

LINDA (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 02:30

11 Smámynd: halkatla

Þökk sé henni Völu þá veit ég núna að konur á Íslandi nota sumar hverjar sjampó í klofið á sér, það er reyndar eitthvað sem ég þurfti ekkert að vita eða pæla í en svona er þetta bara...

halkatla, 10.9.2010 kl. 09:33

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég ætla nú að vona að flestir þvoi sér almennilega í klofinu, sé ekki alveg hvað er fréttnæmt við það. Hinsvegar er eflaust mismunandi hvaða sjampó eða sápa hentar herjum og einum. Ég nota nú bara venjulegt sjampó á öll líkamshár, hvort sem það er á höfði eða annarsstaðar... En úff hvað þetta er dæmalaus umfjöllun! :)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2010 kl. 10:08

13 identicon

Vala er ekki kvenmaður þó hún hafi látið skera undan sér og bora holu. Hún er ekki með móðurlíf, eggjastokka o.s. frv. Hún fer ekki á blæðingar þó hún kaupi eflaust dömubindi til að hafa í klofinu einu sinni í mánuði því hún er svotlans fígúra. Svo er hún reyndar með mikilvægt karlmannslíffæri sem losnar ekki svo auðveldlega við það er blöðruhálskirtillinn. Þannig að hún fer ekki í kjallaraskoðun til kvensjúkdómalæknis heldur þvagfæraskurðlæknis sem skoðar karlmenn. Svo þarf hún nú að troða einhverju í brjóstahaldarann til að líkjast eitthvað kvenmanni.

Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 10:29

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ólafur Tryggvason: konur eru líka með blöðruhálskirtil, hann er bara dálítið öðruvísi staðsettur og kallast G-blettur.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2010 kl. 10:40

15 identicon

Svanur Gísli, þessi afbrigði hjá þér teljast aldrei heilbrigð og fylgja miklir fæðingargallar með. En að mörgu leyti gæti maður trúað því að Vala hafi einhvern rosalegan fæðingargalla.

Höskuldur (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 10:52

16 identicon

Ja Guðmundur er G-bletturinn kvenblöðruhálskirtill þú ert aldeilis kynfræðingur. Hvað stjórnar þá þvagláti kvenna í dag eftir að vísindamenn komust að því fyrir skömmu að G-bletturinn væri ekki til. Blöðruhálskirtill er eins þrístefnuloki (þetta veit ég af því ég er vélvirkjameistari) hann stjórnar ekki bara þvagláti heldur einnig sáðláti. Ég veit ekki til þess að konur fái sáðlát.

Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 10:52

17 identicon

Ólafur, eru konur sem hafa farið í legnám ekki kvenmenn lengur? Hvað með konur sem eru ófrjóar af öðrum ástæðum?

Lagalega þá er hún kvenmaður og henni finnst hún vera kvenmaður. Mér finnst hún ekkert minni kvenmaður en við hinar sem fæddumst með rétt kynfæri.

Hrefna Karítas Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 11:45

18 identicon

Vivag er varla kallað sjampó, heldur hreinsir með eiginleika til að laga sýrustig húðar og hindra sveppasýkingar í húð og slímhúð!

Ullarinn (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 12:11

19 Smámynd: Ignito

Snilldarumræða

Og lærdóms"factorinn" er lyginni líkast.  Pungasjampó, litningar og svo ekki sé minnst á þrístefnuloka

Þó spyr ég af fávisku minni , varðandi þrístefnulokann, hver þriðja stefnan er og einnig hvort G-bletturinn sé þá einstreymisloki

Ignito, 10.9.2010 kl. 12:44

20 identicon

Höskuldur, það er ekki satt að miklir fæðingagallar fylgi röskun á SRY geninu. Einu þekktu hlutverk SRY tengjast karlkyns svipgerð og þetta gen er að öllum líkindum ekki nauðsynlegt í neinum öðrum ferlum. Raunar eru engin gen á Y litningnum lífsnauðsynleg, enda værum við þá í vondum málum því helmingur mannkyns hefur engan Y litning!

Þú segir: "Hann er ekki líffræðilega stelpa þar sem hann er með Y litningar í sér. Konur hafa hinsvegar aðeins X litningar."

Eins og Svanur bendir á þá er þetta ekki svona einfalt, t.d. út af SRY geninu. Ég skal taka þetta saman fyrir þig:

XX + SRY = Með kynlitninga konu en þroskast sem karl

XY - SRY = Með kynlitninga karls en þroskast sem kona

XY + SRY, en SRY virkjast ekki (heilkenni sem kallast androgen insensitivity syndrome) = Með kynlitninga karls en þroskast sem kona

Fyrir utan þetta þá eru til alls konar gallar í hormónastarfsemi sem valda því að kynferðisleg þroskun einstaklings er ekki í samræmi við arfgerð hans.

Annars virðist þú, Höskuldur, líta á þig sem sérfróðan í þessum efnum, samanber þessar fullyrðingar frá þér:

"Hann er ekki líffræðilega stelpa þar sem hann er með Y litningar í sér. Konur hafa hinsvegar aðeins X litningar."

"Svanur Gísli, þessi afbrigði hjá þér teljast aldrei heilbrigð og fylgja miklir fæðingargallar með."

Ég er því forvitin, hvaðan kemur þinn þekkingargrunnur í erfðafræði? Sjálf er ég líffræðingur.

Lena (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 13:50

21 identicon

:Ólafur Tryggvason

Kvenmenn hafa kirtla sem eru fósturfræðilega skyldir blöðruhálskirtlinum, og oftast kallaðir paraurethral glands, þeir seyta vökva við kynferðislega örvun, mismiklum eftir einstaklingum og stundum er hægt að ræða eitthvað sem heitir female ejaculation. G-bletturinn er huglægt svæði sem á að veit kynferðislega örvun, hann hefur enga lífeðlisfræðilega virkni, né beina mekaníska, en upplifun fólks á snertingu er afskaplega mismunandi bæði milli einstaklinga og eftir aðstæðum, svo að tilvera hans er sérlega erfitt rannsóknarefni.

Stefán Sigurkarlsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:35

22 identicon

Þetta sjampó er mjög svipuð og lactacid sápan, þetta er mild sápa með lágt pH-gildi, sem kann að virka eitthvað mótandi á bakteríuflóru innanskauts. Þetta er ekki sérstaklega ætlað fyrir hárvöxt. Allar sápur eru í grunninn svipað uppbyggðar, þannig að áhyggjur af hárheilsu pabba Völu eru óþarfar.

Stefán Sigurkarlsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:40

23 identicon

Þetta hlýtur að flokkast undir flottustu umræðuna á blogginu.  Meira svona:)

itg (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 18:54

24 Smámynd: Frikkinn

Hormónar karla og kvenna plús litningar eru eilífðarumræðuefni

Frikkinn, 10.9.2010 kl. 19:14

25 Smámynd: Vendetta

"Svo þarf hún nú að troða einhverju í brjóstahaldarann til að líkjast eitthvað kvenmanni."

Ólafur, kynskiptingar (M -> F) hafa fengið kvenbrjóst vegna þeirrar hormónameðferðar sem þeir gangast undir í langan tíma (ár eða meira) áður en aðgerðin fer fram. Ég hitti einu sinni verðandi kynskipting í útlöndum og hann hafði brjóst, sem hvaða kona sem er hefði getað verið stolt af. Þannig að ég held ekki að Vala þurfi að troða neinu niður í brjóstahaldarann, nema hún vilji ýkja brjóstastærðina. Þannig að brjóstin er það sem er auðveldast að breyta. Brjóstin geta hins vegar ekki framleitt mjólk, því að til þess þarf þungun, sem kynskiptingar eru ekki færir um.

Ef ég myndi sjálfur skipta um kyn, þá myndi ég verða lesbía, því að ég laðast eingöngu að konum (a.m.k. sumum).

Vendetta, 10.9.2010 kl. 20:40

26 Smámynd: Dexter Morgan

Ég trúi varla að ég sé að taka þátt í umræðum um Völu Nóló (ekki Grand)...

Dexter Morgan, 10.9.2010 kl. 23:43

27 Smámynd: Vendetta

Það er hægt að gera allt að umræðuefni, Dexter. Jafnvel einskisnýta frétt eins og þessa. Umræðan hér snýst líka um hvers vegna við erum að ræða þetta.

Vendetta, 10.9.2010 kl. 23:52

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Því meira sem ég hugsa um þessa frétt, því merkilegri finnst mér hún.

Hún gefur innsýn inn í heima sem greinilega eru vaðandi í fordómum, og þar er ég engin undantekning.

Hún vekur fólk til umhugsunar um samband föður og afkvæmis og nútíma heimilslíf.  

Hún tekur til hluta sem ekki eru í umræðunni dags daglega en hafa verulegt fræðslugildi fyrir alla í nútíma fjölkynja samfélagi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.9.2010 kl. 00:31

29 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég segi eins og Vendetta, þetta sem manneskjan "Vala Grand" er aðeins að sækjast eftir  er athygli ! og það bigtime!!

Guðmundur Júlíusson, 11.9.2010 kl. 03:40

30 identicon

Aðeins að sækjast eftir athygli og vá hvað hún fékk það sem hún vildi.  Allt okkur að þakka

Þórður Birgir (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 201375

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband