Leita í fréttum mbl.is

The Final Cut

Að mínu mati var bezta plata Pink Floyd The Final Cut, tregablandin og svo mikill söknuður í henni, mér finnst stundum hún hafa verið framhald af The Wall. Hlusta á hana alltaf öðru hvoru. Tærir snigglingar(snillingar) og ótrúlega góðir.
mbl.is Pink Floyd og Renée Fleming fá Pólarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Final Cut var sólóverkefni Waters. Þeir voru lögu hættir að starfa saman á þessum tíma, enda var Water einn Floyd meðlima í stúdíóinu að gera Final Cut.

Þannig að það er ekki eiginlega hægt að tala um að Final Cut sé Floyd plata, þó svo hún sé gefin út undir merki Floyd.

Dark Side er eina platan sem þeir eru sammála um að hafa allir unnið saman sem einn maður þ.e. allir lögðu sitt af mörkum tónlistarlega.

Wall er svo til næstum sólóverkefni Waters. Á þeim tíma var Waters búinn að reka Rick Wright, og aðrir meðlimir komu sínum hugmyndum ekki að, nema í mjög litlu mæli.

Að mínu mati er Final Cut mistök. Tónlistarlega er hún "boring," tónfræðilega er hún rusl. Hún er í besta falli með réttan titil. 

Sigþór (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hún fór aðeins of langt, fannst mér. Wish You Were Here er mitt uppáhald. Besta lagið er sennilega Comfortably Numb, þó ekki væri nema fyrir gítarsólóin.

Ef þú ert hrifinn af Final Cut, ættirðu að kynna þér sólóplötu Waters, Amused to Death, ef þú þekkir hana ekki. Hún er mikið betri og hefði getað orðið besta Pink Floyd platan hefðu þeir ekki farið í fýlu.

Villi Asgeirsson, 26.8.2008 kl. 20:53

3 identicon

Nokkuð sammála með Final Cut, en það er skarplega athugað hjá Sigþóri að þessi plata var ekkert annað en sóloverkefni Waters undir Pink Floyd nafninu.... algjörlega.

Ég á alltaf svolítið erfitt með að velja mína uppáhalds plötu en ég myndi segja að mínar 5 uppáhalds séu Final Cut , The Wall, D.S.O.T.M , Animals og Obscured by clouds.

 En klárlega besta sveit rokksögunnar.

Binni (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Frikkinn

Ég er ekki sammála ykkur, mér þykir FC vera bezta plata undir merkjum PF.

Frikkinn, 27.8.2008 kl. 17:56

5 identicon

meðlimir Pink Floyd segja sjálfir þessa plötu ekki vera sína eigin. Wright var alveg kominn út minnir mig og Waters búinn að háma bandið í sig. Sama með Wall, það er soloverkefni Waters og sú plata sem gerði út um samstarfið.

En Waters er góður músikant og þetta eru góðar plötur sem Roger Waters plötur.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband