Leita í fréttum mbl.is

Hugh "stöngin" inn

Ætli þessar gellur myndu vilja hann ef hann væri 82, væri löggilt gamalmenni og byggi í blokkaríbúð í Breiðholti. ? Nei held ekki, þarna spila peningarnir inn í og von um vænan arf. Þetta er ekkert annað en nútíma útgáfa á kvennabúri kalífanna sálugu. Eflaust bryður gamli viagra eins og brjóstsykur til sinna hlutverki sínu sem "foli" .
mbl.is Súkkulaðirass í afmælisgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiftir það máli ?

Skil ekki afhverju allir eru svona hrifnir af þessum manni, í mínum huga er þetta bara enn einn ameríkaninn sem sem er hættulegur umhverfinu og heimsbyggðinni. Get ekki  ímyndað mér að hann sé eitthvað betri enn Bush, Mccain eða Clinton. Hann lentir í sama skítnum  og aðrir forverar sínir og ég  sé ekki að hann sé einhver bjargvættur Bandaríkjanna eða heimsins. Styrjaldir þær sem Bandaríkjamenn hafa komið af stað með yfirgangi leysast ekki þó þessi gaur sitji í Hvíta húsinu og þá skiftir engu máli hvort hann er velklæddur eða ekki.
mbl.is Obama meðal best klæddu manna í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðrænt ástarlíf

Mjög athyglisvert í ljósi þess að starfsmenn eru til þess að gera fáir og ástarlífið blómstrar greinilega vel í einangrunni. Máske hafa þeir litið annað að gera en að stunda ástarleiki. Spurning hvað ræstingakonan huxar þegar hún tæmir ruslaföturnar á morgana . Hitt er annað mál að af þessu myndast óhemju mikill úrgangur og hvað er gert við hann á Suðurpólnum.? Varla er öllu gúmmíunu kastað út um gluggann eða urðað í næsta skafl. Spyr sá sem ekki veit.
mbl.is 16.500 smokkar áður en skammdegið skellur á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Britney Spears

Hún er nú alltaf dáldið krútt, með femnislega brosið sitt og spékoppana.  Hefur fengið slæma útreið í fjölmiðlum greyið og fátt um jákvæðar fréttir. Alveg makalaust hvernig pressan aflífaði hana nánast í beinni í hvert skifti sem hún vogaði sér út fyrir dyr. En vonandi er hún á uppleið aftur.
mbl.is Britney sögð líta vel út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið konunglega fjélag lengi lifi.

rÉg væri nú alveg til í að taka þátt í svona fjélagsskap, þar sem það er minn draumur nú að taka upp konungsdæmi á okkar fagra landi.  Huxið ykkur hvað það væri nú gaman að lesa um svona fjölskyldu, litlir prinsar eða prinsessur fæðast, fara í skóla. fyrstu ástirnar, nú svo vangaveltur um væntanlegt kvonfang, eða tengsl við erlendar kóngafjölskyldur, eilífar pælingar og ráðslag um þjóðhöfðingjann. Þekki nokkra sem hafa þetta sama áhugamál og vildu gjarnan leggja niður forsetaembættið, þó svo að við höfum borið þá gæfu að hafa haft ágætis forseta hingað til.
mbl.is Hið konunglega fjelag – ei meir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flautuborgarstjóri.

Það er kannske illskárra að íhaldið í Reykjavíkinni skaffi borgarbúum borgarstjóra með flautu. En og aftur segi ég, mikið er ég feginn að búa ekki í Víkinni. Skrípaleikurinn er að ná hámarki.
mbl.is Hanna Birna oddviti strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sófabullur í ham

Þetta þykja mér ill tiðindi og uggvænleg. Núna verður ekki hægt að heimsækja fólk án þess að sjónvarpið sé í gangi með tilheyrandi gólum og stunum í áhorfendum. Feitir fjarstýringannaverðir sem vita allt og dæma hart, tala ekki um annað að "okkur " (feitabollunum í sófunum ) gekk ekki nógu vel, helv... dómarinn og allt það. Held ég taki fram veiðistöngina og flýi til fjalla í kyrrðina.
mbl.is Stemningin magnast í Basel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milli 5 og 7..

Þetta bendir frekar til þess að það gangi illa að halda áhuganum við. Sveltir hún manngreyið og fær hann svo mat í verðlaun ? Minnir á hundauppeldi..Smile
mbl.is Lélegur kokkur en góð í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barbie-girl eða bara ljóska

Er þetta ekki bara enn ein barbabrellan til að kveikja á dvínandi sól. Hvert skifti sem hún er að detta úr sviðljósinu þá koma svona kjánalegar fréttir af stúlkukindinni. Strumpar, nýir hundar, ólétta U name it...
mbl.is Er Paris Hilton þunguð eða bara þung?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugur á ferð

Þá er loksins hægt að halda keppni í býflugnaskeggi eða hver getur laðað að sér  sem flestar býflugurnar. Þetta er bara hið bezta mál. Skil annars ekki af hverju fólk er hrætt við skordýr , þau eru yfirleitt meinlaus.


mbl.is Býflugur fá leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband