Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég segi nei.

Þarf ekki að þýða að stjórnin sé fallin, en kannske verður niðurstaðan bráðabirgðastjórn með þáttöku allra flokka. En hverju eru við bættari . Það verða sömu máttleysingjarnir í boði í næstu kosningum, stjórnarandstaðan er á kafi í sama sukkinu og hinir í meirihlutanum. Það er borðliggjandi að ISG ætlar sér forsætisráðherrastólinn með góðu eða illu, líklegast án þess að þurfa ganga í gegnum kosningasíu og er það slæmur kostur .

Eigum við að trúa að Samfylkingin, Íhaldi, Framsókn eða VG verði eitthvað trúverðugri eftir kosningar. 

Ég segi nei. Það þarf að banna núverandi þingmönnum að taka þátt í stjórnmálum í fjögur ár eða svo, kannske vitkast þeir þá.

 


mbl.is Fundað með flokksformönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju reiddust goðin ?

Líkingin er óneitanlega sterk, stórar ákvarðanir liggja fyrir.
mbl.is Skjálftahrina á Reykjanesskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleyðimennska ráðherranna.

Held að ríkisstjórninni hafi verið  brugðið. Enda á lýðurinn að þegja og vera ánægður með hlutskifti sitt.

Auðvitað vilja þeir ekki horfast í augu við að geta hugsanlega verið dæmdir af dómstóli götunnar.  


mbl.is Þingfundur fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir í bæinn

Ágætu Íslendingar, stöndum upp frá sjónvarpinu, tölvunni eða hvað þið eruð að bardúsa , allir sem vettlingi geta valdið.

 Mætum og sýnum viljann í verki.... Bless er farinn niður í bæ. p.s opið í 10-11 allan sólarhringinn gott verð  á eggjum.

Það er hægt að rífa upp götusteinana við þinghúsið og nota þá í grjótkast ..


mbl.is Enn mótmælt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logandi heift

Þetta er það sem gerist þegar örvæntingin eykst. Ætli Geir og frú sitji ekki fyrir framan sjónvarpið, dauðhneyksluð á þegnunum að láta svona.

Hvað þarf að gerast til að ráðherrarnir vakni. Samfylkingingunni er bókstaflega nauðgað í þessu hjónabandi með íhaldinu.


mbl.is „Fólk var að bíða eftir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið að mæta á þingfundi

Ef að Ögmundi og félögum á stjórnarandstöðunni er alvara , hvernig væri þá að þeir gengu út úr Þinghúsinu ,hættu þáttöku í skrípaleiknum sem þeir kalla svo.

Lýsa yfir að þeir mæti ekki á fleiri þingfundi fyrr en þing verði rofið. Það hlýtur að virka, enda verður lítið við að vera í þingsölum ef vantar stjórnarandstöðuna.


mbl.is Kveikt í rusli við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðumark þjóðarinnar.

Þetta er það sem hlaut að koma að. Geir Haarde flýtur sofandi að feigðarósi og Samfylkingin með. Nema grasrótinni þar takist að koma vitinu fyrir foringja sína. Þegar atvinnuleysið eykst og örvænting nú þá rúllar boltinn af stað.

mbl.is Fjölmenni á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skilja eftir útundan

........Smile  get nú ekki annað. Svo er að bíða eftir næstu Gallup könnun sem segir að Framsókn sé á uppleið út á þessa miklu athygli um helgina
mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorry karlinn

Þetta er gallinn við lýðræðið þegar þeir sem vilja ráða lenda "óvænt" í minnihluta.

 

  Kyngdu þvi Páll, þú  ert greinilega ekki vinsæll í flokknum.


mbl.is Páll: Niðurstaðan kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háspenna í "fjárhúsinu" .

Þetta fer að verða ansi spennandi, draumaprinsinum hans Dóra kastað úti í ystu myrkur.

Breytir hinsvegar ekki að Framsóknarflokkurin er úlfur í sauðsgæru þessar vikurnar. Sorglegt að þeir skuli ekki hafa vit á að leggja sjálfa sig niður.


mbl.is Höskuldur og Sigmundur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband