Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Eitt ár á blogginu.

Í dag er ár liðið síðan ég byrjaði að blogga og ekki hægt að segja annað en margt hefur komið á óvart. Hélt fyrst að hér væri hægt að segja skoðanir og taka þátt í umræðu . En sá strax að það er þröngur hópur sem einokar allt og virðast hafa fastaáskrift á vinsælasta bloggið, þrátt fyrir að margir fá mun fleiri heimsóknir en svonefndir "ofurbloggarar". Skítt með það, enda er ég löngu hættur að lesa færslur "ofurbloggaranna".  En það er líka til bloggarar sem eru virkilega dónalegir í skrifum og furðulegt að sumir hverjir hafi ekki verið stöðvaðir fyrir sorakjaft. Svo eru margir sem tjá hugrenningar á virkilega skemmtilegan hátt og hafa skondin stíl og í mínum huga er einn sem stendur upp úr, en ætla ekki að nefna viðkomandi hér. En hvað um það þá ætla ég ekki að hafa þennan móral lengri en óska öllum bloggurum nær og fjær sama hvar þeir standa góðs gengis.....


Heimsbókmenntir og ELSKAN

Sko þetta lætur mann tárfella , las einu sinni ævisögu Nelson Mandela en Shakespeare liggur óbættur hjá garði. Annars minnir þetta mig á eina frænku mína , hún er þeirra náttúru að það dugir fyrir karlmenn að segja ELSKAN og þá detta niður um hana brækurnar, enda hætti ég að telja eiginmennina eftir 4 giftingar og ca 3-4 tippatrúlofanir.
mbl.is Logið til að heilla náungann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

She´s hot

Þegar ég les svona , þá fær maður á tilfinninguna að hafa misst af einhverju. Hún er lifandi goðsögn og enginn veit fyrir hvað hún er raunverulega fræg, en hún lýsir upp myrkrið. Haltu áfram Paris Hilton við elskum þig
mbl.is „Get allt sem mér er fengið í hendur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haugalygi

Hver trúir svona kjána? Margdæmdur og þykist ekkert vita. Dööööööööööö hvað hann heldur að við séum vitlaus.
mbl.is Grín sem gekk of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið kallar á stórt.

Hún ætlar seint að læra að varast menn með myndavélar. Nema Pammy vilji hafa þá stóra,  hver veit.
mbl.is Aftur í eina sæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég mótmæli.

Þetta er algjört glapræði hjá sveitastjórninni, þarna er nánast verið að gefa fyrirtaks gott hús. Þarna er fyrirtaks aðstaða til að halda allskyns fjölskyldu- og ættarmót, ekki spillir ægifagurt umhverfi. Við hliðina á skólanum er æðarvarp sem vert er að skoða en þó með varkárni enda mikið í húfi fyrir bóndann á staðnum. Ég mótmæli þessari sölu Strandabyggðar og skora á þá að bakka með þessa sölu enda örugglega hægt að fá betra verð en þarna fæst. Kúkur og kanill eru orðin um núverandi áform, frekar en að gefa húsið á 2,1 milljón hlýtur að fást einhver kaupandi sem er tilbúin að greiða skikkanlegt verð.
mbl.is Tilboði í Broddanesskóla tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti haukurinn

Lítið leggst nú fyrir Bush ef engir eru áheyrendurnir nema kalkúnar . Má ekki vista hann sömuleiðis í Disneylandi með kalkúnunum eftir valdaskiftin og þá sem síðasta haukinn.
mbl.is Náðar síðasta kalkúnann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í grjótið með þá

Lögbrjótar er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda í baráttu við kerfið. Leyfum Saving Iceland glundrinu að dúsa inni, engin þörf fyrir þá við mómælin . Geta haldið sig við hálendið. Finnst það hráskinnaleikur hjá móðurinni að æsa fólk á fölskum forsendum.
mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundaskítur

Það er stórfínt að í Garðabæ. Og föðurleg hönd íhaldsins sér til að við höfum það gott. En þeir eru ekki að standa sig í að veita bæjarbúum aðhald með hundana sem eru fjölmargir hér í bæ. Meðfram öllum gangstígum er allt vaðandi í hundaskít og óþrifum. Ég er búin að fá nóg að skítnum þar sem ég bý , tek upp eftir 3-4 daglega, svörin sem ég fæ yfirleitt frá mínum ágætu samborgurum eru oftast á þá leið  að hafa "gleymt" að taka poka með. Kannske flottara að hafa eðalhund í hendinnni frekar en hundaskítspoka. Ábyrgð bæjaryfirvalda er augljós , enda hafa þau ekki viljað gera neitt hingað til þegar maður kvartar.


mbl.is Garðbæingar ánægðir með bæjarfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 203468

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband