Leita í fréttum mbl.is

En hún talar enga íslenzku...

Það stakk mig svolítið að horfa á þessa frétt á RÚV í kvöld að þessi kona talar enga íslenzku, eða að minnsta kosti var hún ekkert spurð á íslenzku ( kannske vildi fréttamaðurinn nota spænskukunnáttu sína ) það er eitt af skilyrðum að fá ríkisborgararétt að geta skilið og talað íslenzkuna.Það eru tekin próf í MK þar sem kunnáttan er testuð, þar er tekið skriflegt próf auk viðtals sem fer fram á íslenzku...kannske féll hún eða klikkaði e-ð á prófinu..
mbl.is Mary Luz synjað um ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

... og kannske og kannske og kannske eru Íslendingar bara meiri útlendingahatarar en þeir halda kannske bara sjálfir...

Sjúkur maður sem fékk óhindrað að brjóta hegningarlög á Íslandi (Bobby Fischer) fékk íslenskan ríkisborgararétt án þess að kunna nema eitt orð á forníslensku, og það var víst orðið fuck. Þetta sýnir okkur auðvitað hvers konar yfirvald er yfir lýðnum á Íslandi.

FORNLEIFUR, 9.3.2013 kl. 22:47

2 identicon

Með sömu rökum mætti afnema ríkisborgararétt hjá mörgum "hreinræktuðum" Íslendingnum 

Nonni pottormur (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 00:58

3 identicon

Líklega talar hún álíka góða íslensku og þú myndir sjálfur vera mæltur á henni óskilt mál eftir svipað langa búsetu sem, nema þú talir óaðfinnanlega öll skólamálin þín, þ.á.m hina ótrúlega léttu dönsku, og alla vega 4-5 mál í viðbót, eins og oftast er með þá sem eiga auðvelt með tungumál (hér á landi eru þetta oftast franska, þýska og svo framvegis) væri líklega ennþá verri kunnátta en íslenskan hennar er, afþví þetta er sérlega dugleg kona, vinnusöm og námsfús. Það er aftur á móti erfitt að tjá sig um flókin mál sem koma manni auðveldlega í tilfinningalegt uppnám á námi sem er manni ekki algjörlega tamt. Ef þú trúir mér ekki þá skalltu reyna að tjá þig á menntaskólaþýskunni þinni um þín innstu hjartans mál í bland við flókin lögfræðilegmál og sjá hvernig sú blanda gengur upp, og gera þetta allt fyrir framan blaðamenn. Gangi þér bara vel með það, væni.

Other people's shoes (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 04:14

4 identicon

Þýska er of létt annars, of skild íslensku, og svo hafa Íslendingar óréttlátt forskot á aðra út af því hversu erfið þeirra eigin þjóðtunga er (þó flestir virðist þeir ekki nógu greindir til að geta einu sinni lært dönsku, eitt léttasta mál heims), né nokkuð annað en amerísku-enskuna sem þeir eru mataðir á meira en eigin máli frá því þeir eru ungabörn, marga klukkutíma á dag, sem er ekki sérlega mikið afrek. Drífðu þig nú að læra japönsku góurinn, og þú skallt læra hana nógu 100% vel til að treysta þér til að tjá þig um dómsmál sem í senn eru þín heitustu tilfinningumál og vera skiljanlegur um leið með kökkinn í hálsinum, beint framan í blossa myndavélannna akkurat á því augnabliki sem verið var að reka þig og fjölskyldu þína úr landi beint í fangið á glæpalýð. Og njóttu þess svo að lesa blogg á japönsku um hvað þú sérst mikið fífl og flott að þú, málleysingi sem varst það mikill aumingi að ná þér í túlk þegar þú barðist við tárin, skulir loksins vera á leið úr landi.

Vilhjálmur: 12 stig. Þetta væri allt satt ef alvöru Íslendingar ættu í hlut, menn eins og þú sem eru í tengslum við sjálfan kjarna þjóðararfsins og okkar menningu alveg til róta hennar. Þú ert alvöru maður í öllu því sem þú átt hlutdeild í, og átt því fulla hlutdeild í öllum þjóðum sem þú átt aðild að. Gerfimenn geta bara verið gerfi-Íslendingar og því miður virðast sálarlaus gerfimenni laus við alla mennsku og samúð verða sífellt fjölmennari á landi sem áður átti sér sál.

Other people's shoes (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 04:25

5 identicon

Sæll , ég er sonur hennar Mary Luz , hún móðir mín talar og skrifar ágætis íslensku ,það var beðið henni um að svara allt á spænsku sem er móður málið hennar svo að það væri hægt að hafa allt á hreinu , hún skilur og talar alveg góða íslensku og nei hún féll ekki eða klikkaði ekki neitt í prófinu.

Kv.Federico

Federico Chavarro Suárez (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 07:05

6 identicon

Sæll Federico!

(afsakaðu Frikkinn að ég nota bloggið þitt)

Þið mæðgin eigið að fá skýlaus svör afhverju synjun er gerð, úr því loforð er til staðar frá í upphafi.

En einhver ástæða hlýtur að ver að baki, og þið eigið fullan rétt að fá að vita hver ástæðan er. Nóg er til af gráðugum lögfræðingum til að vinna í málinu fyrir ykkur. Vandið bara valið í þeirri stétt. Baráttukveðjur. Jóhanna.

PS.Tek því fram að ég er ekki fylgjandi of miklum fjölda fólks til Íslands. En þessi framkoma við ykkur mæðgin er mannvonska af 1.gráðu.

Jóhanna (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 12:52

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einhvernvegin grunar mig að það hafi aldrei staðið til að veita henni landvistarleyfi. Hún var bara svo "heppin" að verða hluti af einhverju PR múvi hjá stjórninni.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.3.2013 kl. 23:32

8 identicon

Hefur þú ekki manndóm til að svara syni konunnar sem þú varst að svívirða, hinum merka sagn- og forleifafræðingi Vilhjálmi Vilhjálmssyni, einum helsta fræðimanni á sviði varðveislu íslenkrar menningar (sem þú ímyndar þér að því er virðist ranglega sé sjálfum þér dýrmæt, en þú hefur, ólíkt Vilhjálmi, ekkert gert fyrir hana og misnotar hana sem tylliástæðu til að sparka í niðurbrotið fólk á verstu augnablikum lífs þess ), manni sem talar mikið og lifandi gullaldarmál, nú og öllum hinum sem voru að tjá sig hér? Kenndu foreldrar þínir þér ekki þá góðu íslensku, og alheimssiði, að það sé kurteisi að svara mönnum? Eða er þér meira keppikefli að menn tali það fullkomna málfræði að hún dugi þeim á tilfinningaríkri ögurstundu þegar flestum fipast mál sem ekki hafa talað það frá barnæsku, og mörgum innfæddum manninum líka, heldur en að menn varðveiti íslenska kurteisissiði? Finnst þér að dónar eigi að fá landvistarleyfi á Íslandi?

Kári (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 17:19

9 identicon

Persónulega finnst mér innfæddir dónar meiri ógn við íslenska menningu, og alla menningu, heldur en menn sem ekki tala "fullkomið" mál, og betri er mállaus maður en sá sem misnotar mál sitt til að sparka í aðra sem ekki eiga það skilið, og á því vart skilið þessa gjöf; tungumálið, og síst af öllu eins fallegt mál og íslensku.

Kári (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband