Leita í fréttum mbl.is

Styð landeigendur...

Ég hitti einu sinni þýskan ferðamann fyrir ca 20 árum sem sagði mér að hann hefði ferðast með skemmtiferðaskipi hingað og í upptalningunni á pappirum sem fylgdu farseðlinum hefi verið upptalning á hvað væri innifalið og þar var meðal annars  gjald fyrir rútu á Gullfoss og Geysir en líka gjald fyrir aðgang að þessum svæðum. Ef það er eða var rétt þá lenda aurarnir allaveganna ekki í vasanum á landeigendum. En þá  hverra spyr maður.???????????????????   Nú er það víða erlendis að fólk greiðir fyrir aðgang að þjóðgörðum og náttúru-undrum og finnst öllum ok, 
mbl.is Heimilt að loka Geysissvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég spyr, þessi blómlega ferðaþjónusta sem landeigendur kringum Geysi eru að reka, skilar hún engu til að laga stígana kringum hverina? Þarna er verslun, veitingastaður, sjoppa, gisting ofl. Mér sýnist allt vera ágætlega dýrt þarna. Er ekkert uppúr þessu að hafa?

Alltaf fullt á þessum stöðum. Þarf að rukka alla um 600 krónur til að labba kringum hveri sem eru í eigu ríkisins? Ef aðeins 500.000 af þeirri milljón ferðamönnum fara að sjá Geysissvæðið borga 600 krónur á mann þá sér hver heilvita maður að tekjurnar verða alveg stjarnfræðilegar fyrir þessa landeigendur. Hvað með þá sem eiga náttúruperlurnar? Ríkið ætti auðvitað að laga þessa stíga, kostar kannski 10-20 milljónir. Og láta það vera að rukka fyrir landeigendur sem ætla væntanlega að fá drjúgan arð út úr þessu.

Margret S (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 15:04

2 Smámynd: corvus corax

Landeigendur hafa engan rétt á að loka svæðinu. Eignarhluti ríkisins í svæðinu gerir það að verkum að öllum er heimilt að fara þar um án annarra kvaða en þeirra að ganga vel um og valda engum skemmdum eða raski á svæðinu. Svo eru það ekki landeigendur heldur eitthvert einkahlutafélag sem á ekki einu sinni í svæðinu sem er að rukka fólk. Landeigendur segja að það kosti að halda uppi þjónustu á svæðinu. Hvaða þjónustu veita landeigendur inni á Geysissvæðinu? Þjónustu sem veitt er í ferðaþjónustufyrirtækjunum sunnan við veginn um Geysissvæðið greiða viðskiptavinir að fullu með viðskiptum sínum við þau fyrirtæki. Ég hef aldrei orðið var við neina þjónustu inni á svæðinu, varla losun á ruslafötum hvað þá annað.

corvus corax, 15.3.2014 kl. 15:07

3 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Sammála.

Filippus Jóhannsson, 15.3.2014 kl. 15:19

4 identicon

En á meðan Íslensk lög heimila aðeins lokun eða takmörkun á fjölda gesta til verndar en ekki gjaldtöku þá er til lítils að bera þetta saman við útlönd. Það er víst ætlast til að Íslenskir landeigendur fari að Íslenskum lögum en finni ekki einhver erlend lög sem henta þeim.

Og í pakkaferðum þar sem allt er innifalið er tekið fram að gjöld fyrir aðgang sé innifalið. Það er gildir um öll svæði hvort sem þar er aðgangseyrir eða ekki. Það þýðir ekki að ferðaskrifstofan sé að rukka gjald fyrir svæði þar sem ekki er gjaldskilda heldur að verið sé að nota staðlað form fyrir öll svæði og aðeins þurfi að setja nafn staðarins í auða reitinn.

Espolin (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 15:23

5 identicon

Er ekki bara málið að leggja rútunum fyrir utan svæði og fara um leið að bjóða upp á kaffi og kleinur og sniðganga þannig okurbúlluna eins og td við Geysi. Það ætti mögulega að þurrka peningamerkin úr smettinu á þessum helvítis landeigendum. Og smá pæling....eru til einhver lög eða reglum um það hversu há prósenta af aðgangseyrinum verður að skila sér í framkvæmdir og þjónustu við staðina? Ef ekki þá er tilvalið að gera það því það er ekki nokkur spurning að meirihluti landeiganda ætlar sér að stinga feitum fúlgum í vasann.

Svo er líka alltaf talað um að auðlindir eins og hafið td sé og eigi að vera sameign þjóðarinnar. Sem er svosem gott og gilt en er ekki landið okkar og náttúruperlurnar sem á því eru auðlind? Sem ætti þá ekki síður að vera sameign okkar. Við erum td ekki rukkuð af LÍÚ fyrir að synda í sjónum eða horfa á hann svo mér finnst það alveg þess virði að skoða það að taka þessar náttúruperlur eignanámi og nú væri tíminn til þess.

Herbert (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband