Leita í fréttum mbl.is

1.Maí frídagur hins vinnandi manns

Í dag eru 85 ár síðan fátækir verkamenn í Reykjavík sameinuðust í fyrstu 1.maí göngunni og eru það ansi merkileg tímamót. Verkafólki hlakkaði til dagsins þegar allir fóru í kröfugöngu , veifuðu rauðum fánum og sýndu sig og sáu aðra. Verkafólk á Íslandi var að vakna til stéttarvitundar á þessum tíma því það áttaði sig á því að sameinað var það sterkara í átökum við gráðuga og ósvífna atvinnurekendur,alls kyns burgeisa og eigendur togara sem hikuðu ekki við að hunsa allar reglur og samninga. Á kreppuárunum urðu miklar vinnudeilur í tengslum við losun skipa, gúttóslagurinn í Reykjvík 1932 þegar verkamenn yfirbuguðu lögregluna og óttuðust margir að kommúnistar tækju völdin í framhaldi af því , Novu deilan á Akureyri, og síðasta stóra alvöruverkfallið 1955 .Aðgangur verkafólks að foringjum sínum var greiður og hægt að ganga að þeim vísum og fólk vissi að hjartað var á réttum stað.  Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar innan verkalýðsfélaganna, í dag eru verkalýðsskrifstofur orðnar stofnanir þar sem það er ekki nokkur leið fyrir vinnandi fólk að ná sambandi við forystuna í glerhöllum sínum. Í gömlu Dagsbrún féll stjórn félagsins í kosningum og ný tók við árið 1942 svokölluð rauða Dagsbrún sem situr enn við völd í einu af stærstu félögum landsins nefnilega Eflingu. Þar hafa Dagsbrúnar menn töglin og haldin í öllu, sitja þar og velta sér upp úr sjóðum vinnandi fólks, langt frá raunveruleika hins vinnandi manns. 66 ára valdaseta þætti jafnvel á mælikvarða dagsins í dag of löng valdaseta og þætti bera keim af græðgi og einræði. Þarna inni eru milljarðar í sjóðum sem engin hefur aðgang að nema þeir einir. Það eru einstaka brauðmolar sem falla af borðinu til að reyna hafa lýðinn góðan . 1.Maí ræður eru fjálg orð sem hafa enga þýðingu og síðan er haldið kaffisamsæti fyrir greiðendur félagsgjaldanna og svo gerist ekkert. Ekki tekst þeim að skila mannsæmandi kjörum fyrir greiðendur félagsgjaldanna, því afsökunin er sú að lengra verður ekki komist, og bent á "rauð strik" sem einhver töfraorð eða lausn. . Hvert klúðrið á fætur öðru í samningum við atvinnurekendur segir allt sem segja þarf,  og nýjasta floppið eru svo nýgerðir kjarasamningar.  Í sumum Evrópulöndum er frídagurinn hnýttur við helgar og fólk fær 3.daga  helgarfrí í staðinn og er það vel. Svona er 1.maí í dag hjá íslensku verkafólki í dag. Til hamingju með daginn verkalýður landsins, megi barátta okkar skila meiru í pyngjuna á komandi árum. Og burt með valdhafanna í glerhöllunum sem eru byggðar fyrir peningana okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband