Leita í fréttum mbl.is

Farísear í mótmælastöðu

Þetta mál er stútfullt að hræsni af þessu ágæta fólki sem hefur hæst út af máli Paul Ramses. Væri ekki nær lagi að ganga í mál fólks sem hefur beðið á þriðja ár eftir hæli, frekar en máli P.R sem hefur dvalið hér í örfáa mánuði. Hælisleitendur í Reykjanesbæ eru sumir hverjir fjölskyldufólk og motmælendum í Reykjavík dettur ekki í hug að lyfta litla putta til hjálpar þessu fólki, eða að biðja um forgangsmeðferð í þeirra málum.  Paul Ramses á fullan rétt á að mál hans sé skoðað en þá getur hann farið í röðina eins og hinir.


mbl.is Kæru skilað til dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal sannarlega styðja þig þegar þú gengur fram fyrir skjöldu og ferð að berjast fyrir hagsmunum hælisleitenda. Ástæðan fyrir þessum mikla áhuga á þessu ákveðna máli er sá að maðurinn var sendur burt, án þess að mál hans væri tekið fyrir. Það var enginn neitt að æsa sig yfir því á meðan hann var hér en þegar útlendingastofnun tók þá áhættu að senda hann út í opinn dauðann, þá urðu margir reiðir.

Það er engin hræsni í því fólgin að bregðast harðar við því að fólk sé sett í lfíshættu en því að það þurfi að bíða eftir endanlegum úrskurði, þótt það sé svosem frekar súrt.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 19:35

2 identicon

Ég hef enga athugasemd við bloggið sem slíkt, Mér finnst þetta bara vel orðað og þessi umræða og athygli sem P.R fær er alveg út í hróa. Höfum við ekkert betra að gera og má ekki láta þetta mál fara lengra áður en allt verður vitlaust út af hans eigin mistökum. Það er til nokkuð sem kallast að taka ábyrgð á sínum eigin ákvörðunum. Hann valdi pólitík í Kenía og þar eru aðrir siðir en tíðkast annars staðar.

Magnea (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband