Leita í fréttum mbl.is

Grípum geirinn í hönd

Margra ára misrétti og misskifting auðs í landinu er undirrót ólgunnar í fólki. Þegar atvinnuleysið eykst og örvæntingin grípur marga er stutt í að hér geti hugsanlega skapast franskt ástand. Skyldi svo sem engan furða. Algjört ráðaleysi  ríkisvaldsins.  Glansmyndin var prjál og fals, auðkýfingar ulla á okkur sem situm eftir í skítnum. Spái ókyrrð og óróa á næstu mánuðum og sérstaklega upp úr áramótum. Minni á eldfimt ástand í kjaramálum, brostnar vonir, kaupmáttarskerðingu upp á kannske 20-30 prósent sem er eitthvað sem kemur við fjárhag heimilanna í landinu.   Við verðum að rísa upp á fæturnar og minna ráðamenn á okkur. Látum ekki leiða okkur beint á höggstokkinn eins og viljalausir sauðir, af misvitrum pólitíkusum sem hugsa meira um flokkshag en þjóðarhag.
mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lengi lfi byltingin!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Við verðum að bera hag til að stýra landi okkar utan við borgarastríð það sem vel getur brostið á í svona ástandi. Nú er að byndast samtökum og taka aftur valdið í samfélaginu. Auðvaldið kann greinilega ekkert með það að fara. Þessi kreppa getur annaðhvort orðið upphafið að hörmungatímibili í sögu þjóðarinnar þar sem startaðist spírall fólksflótta, kjaraskerðinga og ófriðs, eða orðið tiltölulega ódýr bylting sem gerði okkur kleyft að fara friðsamlega í átt að réttlátara þjóðfélagi.

Munið að í litlu samfélagi munar um vinnu hvers og eins. Ef þið eruð tilbúin að myndast samtökum um að bæta samfélagið ykkar og leggja í það vinnu mun það hafa mikil áhrif í samfélaginu ykkar.

Héðinn Björnsson, 28.10.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Frikkinn

Mikið  í því að samstaða geti bætt vort þjóðfélag á komandi mánuðum, en það sem ég er að meina er að misréttið og að það lifa raunverulega tvær þjóðir í landinu þar sem önnur er gersamlega veruleikafirrt og hefur engan skilning á því að lát aurana endast. Það er eldur sem kraumar undir og þegar atvinnulaust fólk sér enga aðra lausn en að mótmæla í verki ekki með kurteisislegu bréfi heldur með grjótkasti eða öðrum aðferðum það er raunverulegur möguleiki ´´a því. Spurning hvað kveikir neistann.

Frikkinn, 28.10.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband