Leita í fréttum mbl.is

Er pláss fyrir svona flokk hér ?

Svona flokkur gæti örugglega náð miklu fylgi hér heima ef einhver væri nógu djarfur að stofna hann. Hins vegar eru svona mál mikið feimnismál enn því fáir vilja fá á sig stimpil sem andstæðingar innflytjenda. Hann gæti örugglega hrist íllilega í fjórflokknum og kannske neytt þá til að opna umræðuna og taka einharða afstöðu í svona málum.
mbl.is Hægri öfgamenn fagna í Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert nema sultuhundar

Enn þá er mér hulin ráðgáta hvað menn fær fólktil að  skreyta hundgreyin með nöfnum sem engin botnar í nema innvígðir. Horfi stundum á hundinn minn og hugsa um hvað hann er heppinn að heita "bara" Vaskur. En hann dugar okkur ágætlega þó blandaður sé.
mbl.is Prins þjófanna fremstur meðal jafningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gyðingar og gjafir.

Þetta er þjóðráð, maður losnar við vesenið sem fylgir því að fara í brúðkaup. Skanna kortið og málið dautt, en hugsið ykkur hvað verður gaman í Séð og Heyrt brúðkaupi. Allt um hvað hver gaf hvað mikið ........ En spauglaust góð hugmynd, gyðingar vita stundum sínu viti.
mbl.is Gjafahöfuðverkurinn læknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Scarlett og Ryan.

Hvað eigum við að gefa hjónabandinu langt líf ? Trúlofuð í 4 mánuði, gæti gefið hugmynd t.d 6-9 mánuði , nei segi 18 mánuði. Og þá geta piparsveinar jarðkúlunnar byrjað draumana aftur.
mbl.is Scarlett gift kona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Felubúningur

Frekar skondin búningur sem konan klæddist. Búrkan er náttúrulega fyrirtaks felubúningur í þessu landi öfgana en fréttin er sorgleg og sýnir máske ágætlega karlrembuna í landinu.
mbl.is Háttsett lögreglukona myrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofmetin

Ofmetin sem forseti og leikstýra og ekkert meira um það að segja. Sorry ágætu íslendingar en ég er ekki sammála svona prjáli.


mbl.is Fyrsti sendiherra leiklistar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innantóm orð hverra, ASÍ, SA eða ríkisins?

Þetta eru engin ný sannindi fyrir verkalýð landsins, þó fæstir vilji viðurkenna að þeir séu verkafólk. Hinir ágætu verkalýðsforkófar hafa verið ágætir í að tala digurbarkalega fyrir samningagerðir og svo framvegis. En ætið hafa þeir runnið af hólmi stútfullir af afsökunum um að lengra hafi ekki verið hægt að komast í það sinnið, og talað svo niður til" þegnanna " að það sé ekki tímabært að fara í verkfall og blablabla. Enda hefur þeim tekist að ala upp kynslóð af verkafólki sem þekkir ekki verkf0ll nema af afspurn eða séð myndir af frönskum verkföllum. Mér er til stórlegs efs að ASí skrifstofuverkamönnunum takist að fá launþega landsins í helluverkfall sem hugsanlega gæti staðið í einhverjar vikur vegna þess að það er búið að draga kjarkinn úr fólki með barlóm og úrtölum. Fólk er líka orðið hrætt af sífelldu tali um yfirvofandi atvinnuleysi, hver vill fara í verkfall fyrir nokkrar krónur sem skila engu og fá kannske uppsagnarbréf að verkfalli loknu. Allaveganna halda ASÍ forkólfarnir sínum störfum, því varla fara þeir að segja sjálfum sér upp. En annars væri athyglivert fyrir okkur hina útivinnandi að fá að vita hvað þeir fá í laun úr sjóðunum okkar. Það verður aldrei gefið upp eða látið leka út. Vitið til.........
mbl.is „Bara innantóm orð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegur endir.

Grátlegt að láta nánast stela af sér titlinum á siðustu stundu. Gott liðp sem lauk tímabilinu með tapi, sorglegt Keflvíkingar en þið gerið vonandi betur á næsta ári.
mbl.is Keflvíkingar töpuðu fyrir Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örugglega röng ákvörðun.

Er þetta ekki þá merki um örvæntingu eða veikleika að skifta um stýrimann á leið í land ? Við höfum dæmi um svona vitleysu hér heima, nefnilega þegar Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka stuttu fyrir forsetakosningar, en það ku hafa verið gert svo framboð Péturs Kr Hafstein fengi meira pláss og yrði sigurstranglegra. Finnst bara sorglegt að svona mikið land eins og Bandaríkin eru skuli ekki eiga kost á betri mönnum í þetta embætti.
mbl.is Tekur Clinton við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjarnan okkar

Var að' koma af leiknum, þetta var svakalegt strögl hjá Stjörnustelpunum en það hafðist. Hélt á tímabili að Stjarnan yrði tekin í bakaríið á heimavelli en svo hrukku þær í gang. Frábært lið og gott gengi framundan
mbl.is Stjarnan knúði fram sigur gegn Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 203481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband