Leita í fréttum mbl.is

Hundaskítur í Garðabæ.

Ég er Íbúi í Garðabæ og er orðin langþreyttur á umgengni meðbæinga minna um bæinn okkar . Hér virðist það vera lenska að þegar fólk fer út að viðra hundana sína þá er sjaldnast þrifið upp eftir þá eftir  að þeir hafa skitið á stéttar eða grasfleti meðfram göngustígum, stundum eru þeir lausir og eru það reyndar oft, og skíta inn í garða fólks og láta eigendurnir eins og þeim komi það ekki við. Ef maður spyr eigendurna af hverju þeir þrífa ekki upp eftir hundana , er svarið oftar en ekki " ég er ekki með poka ", ótrúlegt kæruleysi hjá fólki þykir mér.  (Halló hver fer á klóið án þess að nota pappír). Ég er sjálfur með hund og þríf alltaf upp eftir hann meira segja þegar ég er upp í sveit , manni líður eins og að vera einn í eyðimörkinni. Heilbrigðiseftirlitið segist ekkert geta gert, löggan ekkert. Oft eru þetta mektar einstaklingar sem eru vammlausir góðbæingar hér í Garðabæ, en þegar kemur að þrífa upp eftir gæludýrin sín  er það eitthvað sem þeim kemur ekki við. Oft hefur maður séð börn stíga í skítinn sem þetta ágæta fólk ætlaði að skilja eftir, og bölva því að krakkarnir skylda hafa álpast í skítinn eftir þeirra eiginn hund.  Ég skora á Garðbæinga að hugsa málið og ÞRÍFA upp skítinn eftir hundana sína svo skítahrúgurnar meðfram göngustígum bæjarins heyri brátt sögunni til. Þetta er partur af því að gera góðan bæ enn betri og þrifalegri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frikkinn
Frikkinn

Winston Churchill ( 1874-1965. ) Smekkmaður á vindla og Wiskey.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband