30.8.2008 | 10:04
Eru rasismi á uppleið ?
Það er með ólíkindum að til skuli fólk sem sér ásæðu til að agnúast út í Pólverjana, nú þegar hluti þeirra er á förum. Þeir komu í leit að vinnu og peningum og hver vill ekki fá borgað fyrir að vinna. Einu sinni var til stór hópur farandverkamanna sem fór landshluta á milli að vinna eftir því hvar uippgripin voru og engum datt í hug að úthúða því fólki. Við erum öll gullgrafarar í eðli okkar og fólk ætti að skammast sín þegar það er að hnoða í Pólverjanna. Þeir eru sumir hverjir komnir til að vera og við verðum að venja okkur við það. Ég þekki nokkra Pólverja og get ekki sagt annað en að þeir séu ágætis fólk. En það eru líka til Íslendingar sem telja sig yfir aðra hafnir, og líta niður á landa sína í krafti auðs og valda, þessum hóp sem er í nöp við Pólverjana væri nær að beina spjótum sínum að þeim og því óréttlæti sem við gengst hér félagslega jafnt og launalega. Það vandamál var til áður en þeir komu og engin virðist hafa dug til að reyna leysa það.
Hópast heim til Póllands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 168
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 143
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Janúar 2020
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Október 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- September 2014
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það var hlegið að Pólverjunum þegar hægt var að ráða þá í vinnu fyrir smánarlaun. Nú þegar harðnar á dalnum eru þeir sakaðir um að taka af okkur störfin. Þeir eru álitnir annars flokks fólk, á svipaðan hátt og afar okkar og ömmur voru álitin annars flokks þegar þau tóku sig upp úr sveitinni og fluttu á mölina í leit að vinnu. Og kunnu ekki orð í kaupstaðardönskunni sem heldri borgurum íslenskum þótti fínt að tala sín á milli og niður til verkafólks á planinu.
Kristbergur O Pétursson, 30.8.2008 kl. 10:50
rasismi er þegar fólki er í nöp við aðra kynþætti en sinn eigin, (pólverjar eru af sama kynþætti og íslendingar, þó með smávægilegu slavnesku blóði)
þjóðernishyggja er þegar fólk vill landinu sínu og sínum samlöndum það besta..
stór munur þarna á,, hafðu staðreyndirnar á hreinu kallinn minn.
amj (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:27
Rasismi getur birst í mörgum myndum meðal annars að hafa andúð á öðru fólki vegna uppruna, litarháttar og kynþáttar og þá skiftir ekki máli hvort þú ert gulur, rauður, grænn eða hvítur. Danir töldu íslendinga á sínum tíma vera annars flokks, ÞANNIG AÐ KYNNA SÉR MÁLIÐ ALVEG EN EKKI LYFTA SÉR Á HÆRRA PLAN MEÐ VANDLÆTINGU ÁGÆTI arnj.
Frikkinn, 30.8.2008 kl. 11:40
Nei rasismi er ekki á uppleið. Að sjálfsögðu vilja íslendingar íslendingum vel. Þegar þrengja tekur að hvern ræður þú í vinnu íslending eða útlending? Rasismi hefur ekkert með það að gera.
Þetta orð rasismi hefur orðið enga merkingu lengur vegna ofnotkunar. Í dag má ekki opinberlega líka illa við einstakling af öðru þjóðerni án þess að vera úthúðaður rasisti.
Ísak Þórarins... (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:39
Gott ef svo er.
Frikkinn, 30.8.2008 kl. 15:15
Ég samgleðst þeim að geta nú loks farið heim og geta átt von á betra lífi heima hjá sér. Það gera það flestir af illri nauðsyn að fara frá átthögum og ættingjum, jafnvel eiga von á að sjá foreldra sína ekki aftur á lífi, en neyðast til að fara til að eiga sjens í betra líf. Auðvitað fannst manni nóg um á tímabili, en nú batnar hjá þeim og þá fara þeir heim og þá minnkar álagið á okkur í kreppunni. Þetta er flest besta fólk eins og við.
Birna M, 30.8.2008 kl. 15:26
Ísak Þórarins:
"Nei rasismi er ekki á uppleið. Að sjálfsögðu vilja íslendingar íslendingum vel. Þegar þrengja tekur að hvern ræður þú í vinnu íslending eða útlending? Rasismi hefur ekkert með það að gera"
.......priceless!
Brynjar M (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.